Erlent

Stofna nefnd til að hjálpa flóttamönnum

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það hefði stofnað sérstaka nefnd sem á að sjá til þess að Bandaríkin hlúi almennilega að flóttamönnum frá Írak. Þingmenn hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa aðeins leyft 202 Írökum að flytjast til Bandaríkjanna á síðasta ári.

Nefndin á meðal annars að athuga hvort að þeir Írakar sem vinni fyrir bandarísk stjórnvöld og séu í hættu þess vegna fái flýtimeðferð í málum sínum.

Talið er að um 3,7 milljónir Íraka hafi flúið heimili sín. Um 50 þúsund flýja heimili sín að meðaltali á hverjum mánuði vegna ástandsins í landinu. Nefndin mun einnig vinna með nágrannalöndum Íraks til þess að bæta ástand flóttamanna sem þar eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×