Erlent

Rússar vara Evrópusambandið við

Vladimir Pútin, forseti Rússlands.
Vladimir Pútin, forseti Rússlands. MYND/AP

Rússar vöruðu Evrópusambandið við því í dag að blanda sér ekki of mikið í mál innan áhrifasvæðis Rússlands. Evrópusambandið hefur undanfarið verið að beita sér í Moldavíu, Georgíu og Azerbaídsjan en Rússar hafa lengi miðlað í þeim deilum sem þar eru.

Sérstakur tengiliður Rússa við Evrópusambandið, Sergei Yastrzhembsky, sagði að það væri eðlilegt að Evrópusambandið reyndi að beita sér á þessum svæðum eftir stækkun sambandsins. Hann varaði þó við því að starfsemin færi fram án vitundar Rússa og hvatti Evrópusambandið til að starfa með Rússlandi.

Í Georgíu, Moldavíu og Azerbaídsjan eru stjórnvöld að eiga við aðskilnaðarsinna sem vilja sameinast Rússlandi á ný. Rússar styðja aðskilnaðarsinna og vilja vernda sjálfsákvörðunarrétt þeirra á meðan Evrópusambandið leggur sérstaka áherslu á að landamæri ríkja haldi sér óbreytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×