Innlent

Í gæsluvarðhald eftir Kompás

Hálffimmtugur karlmaður var í héraðsdómi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Maðurinn er einn af þeim fimm sem fóru í íbúð, sem Kompás hafði tekið á leigu, í þeirri von að hitta þrettán ára stúlku. Stúlkan var tálbeita Kompáss. Einn mannanna var dæmdur barnaníðingur í afplánun. Hinir fjórir gáfu sig fram við lögreglu þegar ljóst var að Kompás myndi afhenda henni gögn þáttarins. Í kjölfarið létu þeir allir tölvubúnað sinn af hendi. Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í dag að á tölvu mannsins hefði fundist gróft barnaklám sem réttlætti gæsluvarðhald. Maðurinn hefur ekki áður komist í kast við lögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×