Erlent

Óttast farsóttir

Hátt í tvö hundruð þúsund manns eru heimilislausir.
Hátt í tvö hundruð þúsund manns eru heimilislausir. MYND/AP

Mikil flóð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, hafa kostað níu mannslíf og hrakið tvö hundruð þúsund manns af heimilum sínum. Gríðarleg úrkoma hefur verið á þessum slóðum að undanförnu enda stendur regntímabilið sem hæst. Allt að fjögurra metra djúpt kolmórautt vatnslag liggur yfir sumum hverfum höfuðborgarinnar. Yfirvöld óttast að vatnsból geti mengast og farsóttir því farið á kreik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×