Erlent

Mannskæðasta árás ársins í Írak

Gert að sárum ungs fórnarlambs sprengingarinnar í dag.
Gert að sárum ungs fórnarlambs sprengingarinnar í dag. MYND/AP

Hvíta húsið lýsir sjálfsmorðsárásinni í Bagdad í dag þar sem um 135 manns létu lífið og á þriðja hundrað særðist sem grimmdarverki gegn saklausum borgum og heitir því að hjálpa írökskum yfirvöldum að koma á lögum og reglum í borginni.

Í tilræðinu, sem átti sér stað á markaði í hverfi sjía, var vörubíll með einu tonni af sprengjuefni sprengdur í loft upp og er þetta mannskæðasta árás sem gerð hefur verið á þessu ári og jafnframt sú mannskæðasta sem gerð hefur verið með einni sprengju frá því að ráðist var inn í Írak.

Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði árásinni beint gegn saklausum borgunum og að þjóðir heims gætu ekki staðið hjá á meðan hryðjuverkamenn fremdu fjöldamorð sem græfu undan lýðræðisþróun í Írak og víðar í Miðausturlöndum.

Bush forseti hyggst senda um 20 þúsund hermenn til Íraks til að reyna að tryggja öryggi í landinu en ljóst þykir af atburðum dagsins að langt er í land svo að friður komist á í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×