Erlent

Forseti Serbíu hafnar áætlun UN um Kosovo

Frá fundi Ahtisaari og Tadic í morgun.
Frá fundi Ahtisaari og Tadic í morgun. MYND/AP

Forseti Serbíu, Boris Tadic, sagði í dag að Serbía mundi aldrei samþykkja sjálfstætt Kosovo. Þetta sagði hann í viðræðum við Martti Ahtisaari í dag. Ahtisaari er sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Kosovo og lagði nýlega fram áætlun um framtíð héraðsins. Í henni felast tillögur sem Tadic segir að geti leitt til sjálfstæðis Kosovo síðar meir.

„Sjálfstæði sem er komið á af utanaðkomandi aðila setur hættulegt fordæmi, bæði í stjórnmálalegu tilliti og lagalegu." Tadic sagði þó að Serbar væru tilbúnir til þess að líta á önnur atriði áætlunnar, til að mynda réttindi serbneska minnihlutans, málefni rétttrúnaðarkirkjunnar og stöðu Kosovo á alþjóðlegum vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×