Erlent

Bretar safna liði gegn hvalveiðum

Bretar hafa sent frá sér fagurlega prentaðan bækling þar sem þeir hvetja þjóðir heims til þess að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið, til þess að koma í veg fyrir að Japanir hefji hvalveiðar í atvinnuskyni. Í ávarpi fremst í bæklingnum segir Tony Blair, forsætisráðherra, að eina hvalanýtingin sem sé bæði skynsamleg og mannúðleg, sé að skoða hvalina. Í bæklingnum eru nefndir hvalastofnar sem eru sagðir í útrýmingarhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×