Erlent

Vill girða Egyptaland af

Varnarmálaráðherra Ísraels vill reisa girðingu á landamærunum við Egyptaland, til þess að koma í veg fyrir að palestinskir hryðjuverkamenn komist til Ísraels yfir Sínaí eyðimörkina. Aðstoðarmaður Amirs Peretz segir að hann hafi vakið máls á þessu eftir að þrír Gyðingar fórust í sprengjutilræði í hafnarborginni Eilat.

Tilræðismaðurinn virðist hafa farið frá Gaza, í gegnum Sínaí og þannig sloppið inn í Ísrael. Ísrael og Egyptaland eiga 180 kílómetra löng landamæri og mestur hluti þeirra er bara lína í sandinum. Það hefur verið rólegt á þessum landamærum síðan löndin tvö sömdu um frið árið 1979.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×