Erlent

Fá ekki undanþágu frá samkynhneigðum

Westminster, dómkirkja kaþólskra í Bretlandi.
Westminster, dómkirkja kaþólskra í Bretlandi.

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að kaþólska kirkjan fái enga ungaþágu frá nýjum lögum sem banna að samkynhneigðum sé mismunað í almennri þjónustu. Kirkjan fór fram á undanþágu fyrir ættleiðingarskrifstofur sínar, þar sem það samrýmist ekki trúnni að setja börn í fóstur hjá samkynhneigðum. Lögin taka gildi á þessu ári, þótt þau komi varla til framkvæmda fyrr en á því næsta.

Kaþólska kirkjan rekur margar ættleiðingarskrifstofur og á þeirra vegum eru um 4000 börn. Erkibiskup kirkjunnar í Bretlandi hefur látið að því liggja að hún yrði að loka skrifstofum sínum ef hún fengi ekki undanþágu.

Talsmaður forsætisráðherrans sagði í dag að synjun um undanþágu hefði verið tekin í ríkisstjórninni og að þetta væri stefna hennar. Málið færi ekki til atkvæðagreiðslu á þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×