Forstjóri MEST hættir vegna ágreinings 30. janúar 2007 10:29 Þórður Birgir Bogason hefur starfað fyrir MEST ehf frá árinu 2005. Þórður Birgir Bogason forstjóri MEST ehf hefur óskað eftir að láta af störfum fyrir fyrirtækið. Ástæðan er ósætti um framtíðarsýn fyrirtækisins. Stjórn félagsins hefur gengið frá starfslokasamningi við Þórð og mun Bjarni Gunnarsson stjórnarformaður MEST ehf taka tímabundið við starfi forstjóra. Verið er að kynna breytingarnar á starfsmannafundi. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Þórður að ástæður brotthvarfs síns úr forstjórastólnum væru að mestu vegna ósættis á faglegum áherslum: "Fyrst og fremst erum við ósammála um hvernig við viljum leiða fyrirtækið inn í framtíðina og aðferðafræði tengda því." Þórður segir að ferlið hafi tekið nokkrar vikur, en þegar ljóst var að leiðir hans og eigendanna lágu ekki saman í framtíðinni, ákvað hann að draga sig í hlé. Þórður ítrekar að ekki sé um persónulegan ágreining að ræða. Bjarni staðfesti ágreininginn og sagði: "Þegar menn eru sammála um að vera ósammála, þá skilja leiðir og ekkert óeðlielgt við það. Þórður hefur staðið sig frábærlega vel, en þegar stjórnendur og eigendur greinir á er eðilegt að stjórnandi hætti." Hafist verður handa við að leita eftir nýjum forstjóra sem fyrst. Ekki liggur fyrir hvað Þórður mun taka sér fyrir hendur, en hann segist vera að hugsa sinn gang. Þórður var ráðinn til að leiða samruna fyrirtækjanna Merkúr og Steypustöðvarinnar sem urðu MEST haustið 2005. Síðan þá hefur MEST orðið eitt öflugasta fyrirtæki landsins með vörur og þjónustu fyrir byggingariðnað og verklegar framkvæmdir. Síðastliðið haust sameinuðust MEST og Súperbygg undir merkjum MEST en áætluð velta sameinaðs félags er um 8 milljarðar króna og starfsmenn eru um 270 talsins. MEST flutti nýlega höfuðstöðvar sínar að Fornubúðum í Hafnarfirði. Fréttir Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Þórður Birgir Bogason forstjóri MEST ehf hefur óskað eftir að láta af störfum fyrir fyrirtækið. Ástæðan er ósætti um framtíðarsýn fyrirtækisins. Stjórn félagsins hefur gengið frá starfslokasamningi við Þórð og mun Bjarni Gunnarsson stjórnarformaður MEST ehf taka tímabundið við starfi forstjóra. Verið er að kynna breytingarnar á starfsmannafundi. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Þórður að ástæður brotthvarfs síns úr forstjórastólnum væru að mestu vegna ósættis á faglegum áherslum: "Fyrst og fremst erum við ósammála um hvernig við viljum leiða fyrirtækið inn í framtíðina og aðferðafræði tengda því." Þórður segir að ferlið hafi tekið nokkrar vikur, en þegar ljóst var að leiðir hans og eigendanna lágu ekki saman í framtíðinni, ákvað hann að draga sig í hlé. Þórður ítrekar að ekki sé um persónulegan ágreining að ræða. Bjarni staðfesti ágreininginn og sagði: "Þegar menn eru sammála um að vera ósammála, þá skilja leiðir og ekkert óeðlielgt við það. Þórður hefur staðið sig frábærlega vel, en þegar stjórnendur og eigendur greinir á er eðilegt að stjórnandi hætti." Hafist verður handa við að leita eftir nýjum forstjóra sem fyrst. Ekki liggur fyrir hvað Þórður mun taka sér fyrir hendur, en hann segist vera að hugsa sinn gang. Þórður var ráðinn til að leiða samruna fyrirtækjanna Merkúr og Steypustöðvarinnar sem urðu MEST haustið 2005. Síðan þá hefur MEST orðið eitt öflugasta fyrirtæki landsins með vörur og þjónustu fyrir byggingariðnað og verklegar framkvæmdir. Síðastliðið haust sameinuðust MEST og Súperbygg undir merkjum MEST en áætluð velta sameinaðs félags er um 8 milljarðar króna og starfsmenn eru um 270 talsins. MEST flutti nýlega höfuðstöðvar sínar að Fornubúðum í Hafnarfirði.
Fréttir Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira