Enski boltinn

Ashton lengur frá en áætlað var

West Ham varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að það tekur sóknarmanninn Dean Ashton lengri tíma en áætlað var að jafna sig eftir fótbrot frá því í sumar. Sinar og vöðvafestingar í kringum ökklann sem brotnaði hafa ekki gróið rétt og þarf Ashton á sprautumeðferð að halda.

Alan Curbishley hafði áður lýst því yfir að það tæki leikmanninn 5-6 vikur að ná upp leikformi en forráðamenn West Ham krossleggja fingur og vona að það verði ekki lengri tími en ein vika sem endurkoma enska landsliðsmannsins seinkar. Miðað við þær áætlanir má gera ráð fyrir að Ashton verði byrjaður að spila um miðjan mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×