Enski boltinn

Mourinho hló að meiðslum Shevchenko

Hér sést hvernig Morinho brást við þegar Shevchenko meiddist á höfði í leiknum gegn Nottingham Forest.
Hér sést hvernig Morinho brást við þegar Shevchenko meiddist á höfði í leiknum gegn Nottingham Forest.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hló sig máttlausan þegar úkraínski framherjinn Andrei Shevchenko var tæklaður harkalega niður af varnarmanni Nottingham Forest í leik liðanna í ensku bikarkeppninni í gær. Myndir náðust af Mourinho hlæjandi þegar Shevchenko lá sárkvalinn í grasinu.

Atvikið átti sér stað undir lok leiksins þegar Julian Bennett, varnarmaður Forest, fékk æðiskast sem endaði með því að hann tæklaði Shevchenko á ruddalegan hátt. Shevchenko lá eftir í grasinu og hélt um höfuð sér en á sama tíma grét Mourinho úr hlátri.

Framkoma Mourinho hefur vakið nokkra athygli í Englandi og þykir hún til marks um stirt samband milli hans og Shevchenko. Slúðurblaðið The Sun fjallar um málið í dag og gefur Mourinho tækifæri til að segja sína hlið á málinu.

"Mér fannst það fyndið vegna þess að varnarmaður Forest var að sparka í allt og alla og var greinilega mjög pirraður. Ég sagði við Steve Clarke (aðstoðarþjálfara Chelsea): "Hann á eftir að drepa einhvern." Áður en ég náði að klára setninguna hafði hann vaðið í Shevchenko sem lá eftir. Já, mér finnst það fyndið," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×