Leyniviðaukar ræddir á Alþingi 28. janúar 2007 18:30 Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði fyrir tæpu ári að Íslendingar hefðu EKKI gengist undir kvaðir sem losuðu Bandaríkjamenn undan ábyrgð á að hreinsa varnarsvæði á Íslandi. Síðan þá hafa komið fram leyniviðaukar, við varnarsamninginn frá 1951, sem segja aðra sögu. Utandagskrárumræða um viðaukana er fyrirhuguð á Alþingi um miðja viku. Það var í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn í fyrra sem Geir H. Haarde, þáverandi utanríkisráðherra óskaði þess að leynd yrði létt af viðaukum við Varnarsamninginn frá 1951. Bandaríkjamenn tóku þá beiðni til meðferðar og þann átjánda þessa mánaðar tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, núverandi utanríkisráðherra, í ræðu að þeir hefðu heimilað birtingu þeirra. Þar var að finna ákvæði þess efnis að Bandaríkjamönnum væri ekki skilt að afhenda Íslandi aftur landsvæði við lok samningsins í sama ástandi og þau voru þegar þau fengust til afnota. Þeir áttu þó að flytja burt úrgangsefni eftir því sem við yrði komið. Þetta ákvæði var enn í gildi þegar kom að því að semja um viðskilnað Bandaríkjahers í fyrra. Fréttastofu hefur ekki tekist að fá svör við því hvort reynt hafi verið af fullri alvöru að fá ákvæðinu breytt meðan samningurinn var í gildi. Þetta ákvæði hafi þó komið til umræðu á síðustu árum en án breytinga. Í mars í fyrra ræddi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fréttamaður, við Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, um hvernig staðið yrði að viðskilnaði Bandaríkjamanna. Hún spurði hvort íslenska ríkisstjórnin hefði undirgengist einhverjar kvaðir, eins og til dæmis hefði gerst á Heiðarfjalli, um að Bandaríkjamenn bæru ekki ábyrgð á hreinsunarstarfi. Halldór svaraði því neitandi. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Það hefðu verið viðhöfð önnur viðbrögð í seinni tíð. Vekur þetta spurningar um hvort allir utanríkisráðherrar hafi vitað um innihald leyniviðaukanna. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir umræðu utan dagskrár um leyniviðaukanna og telur mörgum spurningum ósvarað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður málið tekið upp á þingi á miðvikudaginn. Erlent Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði fyrir tæpu ári að Íslendingar hefðu EKKI gengist undir kvaðir sem losuðu Bandaríkjamenn undan ábyrgð á að hreinsa varnarsvæði á Íslandi. Síðan þá hafa komið fram leyniviðaukar, við varnarsamninginn frá 1951, sem segja aðra sögu. Utandagskrárumræða um viðaukana er fyrirhuguð á Alþingi um miðja viku. Það var í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn í fyrra sem Geir H. Haarde, þáverandi utanríkisráðherra óskaði þess að leynd yrði létt af viðaukum við Varnarsamninginn frá 1951. Bandaríkjamenn tóku þá beiðni til meðferðar og þann átjánda þessa mánaðar tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, núverandi utanríkisráðherra, í ræðu að þeir hefðu heimilað birtingu þeirra. Þar var að finna ákvæði þess efnis að Bandaríkjamönnum væri ekki skilt að afhenda Íslandi aftur landsvæði við lok samningsins í sama ástandi og þau voru þegar þau fengust til afnota. Þeir áttu þó að flytja burt úrgangsefni eftir því sem við yrði komið. Þetta ákvæði var enn í gildi þegar kom að því að semja um viðskilnað Bandaríkjahers í fyrra. Fréttastofu hefur ekki tekist að fá svör við því hvort reynt hafi verið af fullri alvöru að fá ákvæðinu breytt meðan samningurinn var í gildi. Þetta ákvæði hafi þó komið til umræðu á síðustu árum en án breytinga. Í mars í fyrra ræddi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fréttamaður, við Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, um hvernig staðið yrði að viðskilnaði Bandaríkjamanna. Hún spurði hvort íslenska ríkisstjórnin hefði undirgengist einhverjar kvaðir, eins og til dæmis hefði gerst á Heiðarfjalli, um að Bandaríkjamenn bæru ekki ábyrgð á hreinsunarstarfi. Halldór svaraði því neitandi. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Það hefðu verið viðhöfð önnur viðbrögð í seinni tíð. Vekur þetta spurningar um hvort allir utanríkisráðherrar hafi vitað um innihald leyniviðaukanna. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir umræðu utan dagskrár um leyniviðaukanna og telur mörgum spurningum ósvarað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður málið tekið upp á þingi á miðvikudaginn.
Erlent Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira