Erlent

Svört skýrsla um kínversk umhverfismál

Maður þvær þvott sinn við  hlið kolahrúgu.
Maður þvær þvott sinn við hlið kolahrúgu. MYND/AP

Kínverjum hefur ekki tekist að bæta frammistöðu sína í loftslagsmálum samkvæmt nýrri skýrslu sem kínversk yfirvöld gáfu út í gær. Staða Kínverja hefur ekki breyst síðan árið 2004.

Um 30 atriði voru mæld til þess að athuga hvort einhverjar framfarir hafi orðið í umhverfismálum. Á meðal þeirra voru útblástur koltvísýrings, úrvinnsla skólps og öryggi drykkjarvatns.

Formaður rannsóknarhópsins sagði að „Borin saman við þróun í félags- og efnahagsmálum þá sést að þróunin í umhverfismálum er varla hafin."

Þrátt fyrir að nota aðeins 4% af olíu heimsins þá er búist við því að aukinn hagvöxtur eigi eftir að kalla á meiri orku. Nú á að opna eitt orkuver á viku og verða flest þeirra kolaknúin. Kínverjar eru þó að fjárfesta mikið í endurnýjanlegri orku og stefna þeir á að 15% af orku þeirra árið 2020 verði unnið úr endurnýjanlegum auðlindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×