Enski boltinn

Svona gera aðeins snillingar

Wayne Rooney og Patrice Evra fagna marki þess fyrrnefnda gegn Portsmouth í dag.
Wayne Rooney og Patrice Evra fagna marki þess fyrrnefnda gegn Portsmouth í dag. MYND/Getty

Sir Alex Ferguson og Harry Redknapp, knattspyrnustjórar Manchester United og Portsmouth, hrósuðu Wayne Rooney í hástert eftir viðureign liðanna í ensku bikarkeppninni í dag. Rooney skoraði bæði mörk Man. Utd. í 2-1 sigri liðsins eftir að hafa komið inn á sem varamaður þegar hálftími var til leiksloka.

Síðara mark Rooney fer án efa í hóp bestu marka tímabilsins en þá vippaði hann boltanum ótrúlega yfir hinn hávaxna David James í marki Portsmouth. Boltinn fór í slánna og þaðan inn, alveg við markvinkilinn.

"Svona gera aðeins snillingar," sagði Redknapp eftir leikinn og bætti við að Rooney hefði verið munurinn á milli liðanna í dag.

Alex Ferguson sagði að aðeins einstaka leikmenn hefðu yfirsýnina og tæknina til að geta skorað slík undramörk. "Svo er það annað að láta sér detta þetta í hug. Hann hafði hugrekkið til að reyna slíkt skot. Ég vissi að boltinn færi inn um leið og hann hafði hitt boltann," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×