Innlent

Birta myndir af mönnum bera sig

Á netsíðu eru birtar myndir af íslenskum mönnum að bera sig fyrir framan vefmyndavél en áhorfendurna telja þeir vera þrettán og fjórtán ára stúlkur að sögn aðstandenda síðunnar.

Það eru ungir menn sem standa að síðunni en þeir segjast vilja ná fullorðnum mönnum í net sem stunda það að leita eftir kynferðissambandi við börn. Þeir settu inn auglýsingu frá stúlkum áttu að vera ýmist þrettán eða fjórtán ára. Hluti mannanna sem, svöruðu auglýsingunum eru sýndir á íslenskri síðu í kynferðislegum athöfnum en einnig eru sýndar af þeim andlitsmyndir.

Það eru ungir menn sem standa að síðunni en þeir segjast vilja ná fullorðnum mönnum í net sem stunda það að leita eftir kynferðissambandi við börn. Þeir settu inn auglýsingu frá stúlkum áttu að vera ýmist þrettán eða fjórtán ára. Hluti mannanna sem, svöruðu auglýsingunum eru sýndir á íslenskri síðu í kynferðislegum athöfnum en einnig eru sýndar af þeim andlitsmyndir.

Eins og netið hefur frábæra kosti finnst þeim Birgi Fannari Péturssyni og Gísla Steinari miður hvað margir misnota það og þeir segjast hvergi nærri hættir.

Einn þeirra sem hætti á síðustu stundu við að hitta tálbeitu hafði boðið henni 25 þúsund fyrir kynmök að sögn Birgis. Þess má geta að Kompás afhenti lögreglu í dag, gögn sem hún telur sig þurfa til að bera kennsl á fimm einstaklinga sem myndaðir voru í tengslum við umfjöllun þáttarins um menn sem leita eftir samneyti við börn í gegnum Netið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×