Erlent

Óeining um sjálfstæði Kosovo

Martti Ahtisaari fyrrum forseti Finnlands stjórnaði mánaðarlöngum samningaviðræðum milli fulltrúa Serbíu og Albaníu-Kosovo kemur í Hofburg höllina í Vínarborg í morgun.
Martti Ahtisaari fyrrum forseti Finnlands stjórnaði mánaðarlöngum samningaviðræðum milli fulltrúa Serbíu og Albaníu-Kosovo kemur í Hofburg höllina í Vínarborg í morgun. MYND/AP

Rússar eru fullir efasemdar um áætlun Martti Ahtisaari erindreka Sameinuðu Þjóðanna sem myndi nánast gefa Kosovo hluta Serbíu sjálfstæði. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir embættismanni í dag.

Eftir 90 mínútna fund í Vínarborg með tengiliðum sex valdaþjóða hvöttu Rússar til að ákvörðun um Kosovo yrði frestað þar til Serbía hafi myndað ríkisstjórn, en kosningar fóru fram í landinu 21. janúar.

Haft er eftir embættismanninum að fulltrúar fimm vestrænu landanna hafi verið sammála um stuðning við áætlunina, og ekki séð þörf fyrir frest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×