Erlent

Fox stefnir Google

MYND/AP

Kvikmyndasamsteypan 20th Century Fox stefndi í gær Google, eigendum YouTube heimasíðunnar eftir að heilu þættirnir úr seríunni frægu „24" birtust á YouTube. Fox krefst þess að Google láti af hendi upplýsingar um notandann sem setti þættina á heimasíðuna.

Fox setti kröfuna fram þann 18. janúar síðastliðinn en ekki er vitað hvort að Youtube hafi enn orðið við beiðni Fox. Talsmenn beggja fyrirtækja neituðu að segja neitt um málið. Google hefur áður neitað að birta upplýsingar um notendur sína í málum sem þessu.

Þættirnir sem um ræðir birtust rúmri viku áður en þeir voru sýndir í bandarísku sjónvarpi.

Annar svipaður vefur sem heitir LiveDigital fékk samskonar stefnu frá Fox eftir að eins mál kom upp þar. LiveDigital ætlar sér að verða við stefnu Fox.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×