Innlent

Netperri áreitir unglingsstúlkur á Vestfjörðum

MYND/E.Ól

Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú mál þar sem ókunnur aðili eða aðilar hafa beðið um leyfi til þess að eiga samtal við unglingsstúlkur í gegnum Netið og hafa síðan jafnvel berað sig í vefmyndavél sem birtist óvænt á tölvuskjá viðkomandi stúlkna. Bendir lögregla á að slíkt geti geti varðað við kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Ísafirði að aðilinn eða aðilarnir hafi samband í gengum MSN-samskiptaforritið og villi á sér heimildir. Lögregla segir góðar vonir til þess að málið upplýsist en

hvetur foreldra til þess að ræða við börn sín um umgengni við Netið og aldrei tala við þá sem þau ekki þekkja.

Bendir lögregla á frekari öryggisráðstafanir í tenglsum við Netið á vef Heimilis og skóla á vefslóðinni heimiliogskoli.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×