Erlent

Fóðraði svínin með 30 vændiskonum

Kanadiskur svínabóndi hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjátíu vændiskonur, og fóðra svínin á líkamsleifum þeirra. Talið er mögulegt að hann hafi sextíu og þrjú morð á samviskunni. Það komst upp um hann fyrir algera tilviljun.

Robert Picton er fimmtíu og sjö ára gamall og á svínabú í Port Coquitlam, í Kanada. Hann var handtekinn árið 2002 þegar lögreglumenn komu heim til hans til þess að kanna hvort hann ætti ólögleg skotvopn. Sér til skelfingar fundu þeir þess í stað afhöggna líkamshluta, eins og hendur, fætur og höfuð, í frystikistu hans.

Yfir 200 þúsund DNA sýni hafa verið tekin á landareign svínabúsins og með því hafa verið borin kennsl á þrjátíu vændiskonur sem hafa horfið á undanförnum árum. Þrjátíu og þrjár konur til viðbótar hafa einnig horfið á þessum slóðum og er verið að kanna hvort þær hafi einnig orðið Picton að bráð.

Lögreglan segir að þegar Picton var að fóðra svín sín á líkunum hafi hann stungið þeim í kurlunarvél sem notuð er til þess að kurla trjáboli. Robert Picton var yfirleitt kallaður Villi frændi, í sinni sveit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×