Erlent

Páfi íhugaði afsögn vegna heilsubrests

Jóhannes Páll páfi.
Jóhannes Páll páfi. MYND/AP
Jóhannes Páll páfi íhugaði alvarlega að segja af sér árið 2000, af heilsufarsástæðum. Hann íhugaði einnig að breyta kirkjulögum þannig að páfar segðu af sér þegar þeir yrðu áttræðir.

Samkvæmt aldagömlum lögum ríkja páfar til dauðadags. Stanislaw Dzwisinski, kardináli, sem var einkaritari Jóhannesar Páls í tæpa fjóra áratugi segir frá þessu í minningabók sem hann hefur skrifað um ár sín með páfanum. Í þeirri bók eru sagðar vera margvíslegar aðrar upplýsingar sem muni vekja undrun og umtal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×