Erlent

Stjórn olíunnar í Bagdad

Lagafrumvarp sem veitir ríkisstjórninni í Bagdad yfirráð yfir olíulindum Íraks er nánast tilbúið og bíður einungis samþykkis ríkisstjórnar og þings. Þetta er fullyrt í stórblaðinu New York Times í dag. Mikil pólitísk átök hafa verið um yfirráð yfir þessum þriðju mestu olíulindum heims undanfarin misseri en stærstur hluti þeirra er á svæðum sjía og Kúrda. Miðstýring olíunnar er talin hafa lykilþýðingu í að friða súnnía sem óttast að landinu verði skipt upp og auðlindunum með.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×