Erlent

26 bjargað með þyrlum

Mikið óveður hefur verið í Bretlandi í dag.
Mikið óveður hefur verið í Bretlandi í dag. MYND/AP
Þyrlur bresku strandgæslunnar björguðu í dag tuttugu og sex manna áhöfn flutningaskips á Ermarsundi, í aftakaveðri. Gat kom á síðu skipsins og þegar sjórinn byrjaði að fossa inn, fór áhöfnin í björgunarbnáta. Dráttarbátar og þyrlur voru sendar bæði frá Frakklandi og Bretlandi.



Bresku þyrlunum tókst að bjarga allri áhöfninni, þrátt fyrir erfið skilyrði, og flaug með hana til Bretlands. Kanna á hvort mögulegt sé að draga skipið til hafnar. Það er skráð í Bretlandi og sagt vera með hættulegan farm um borð, ekki er þó vitað hvers eðlis sá farmur er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×