Erlent

Ekki eitrað fyrir Napóleon

Napóleon Bonaparte, frakkakeisari.
Napóleon Bonaparte, frakkakeisari.

Napoleon Bonaparte dó úr magakrabba en ekki arsenikeitrun, samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna. Sögusagnir um að keisarinn fyrrverandi hafi dáið úr eitrun hafa verið á kreiki síðan árið 1961 þegar rannsókn á hári hans leiddi í ljós óvenjumikið arsenik.

Læknar frá Háskólanum í Texas hafa nú yfirfarið krufningarskýrslu frá 1821 og eru sammála þeirri niðurstöðu hennar að æxli hafi dregið Napoleon til dauða. Í skýrslunni er sagt frá tíu sentimetra löngu æxli sem fundist hafi í maga hans. Formaður bandarísku rannsóknarnefndarinnar segir að hann hafi aldrei heyrt um æxli af þeirri stærð, sem ekki hafi verið illkynjað krabbamein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×