Erlent

Milliríkjadeila vegna raunveruleikaþáttar

Shilpa Shetty
Shilpa Shetty

Breski raunveruleikaþátturinn Big Brother hefur komið af stað milliríkjadeilum milli Indlands og Bretlands, og jafnvel Tony Blair, forsætisráðherra, hefur þurft að látta málið taka. Sömuleiðis Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem var svo óheppinn að vera í heimsókn í Indlandi þegar deilan kom upp.

Málið snýst um vinsælustu leikkonu Indverja, Silphu Shetty. Sem þáði 700 þúsund dollara fyrir að koma fram í þættinum Big Brother, þar sem hávaða rifrildi og skammir þáttakenda hver í garð annars, ereu uppistaðan.

Fjórir þáttakendanna eru nú sakaðir um að hafa sýnt Shetty dónaskap og fyrirlitningu vegna kynþáttar hennar. Þeir hæddu hana fyrir að reyna að vera hvíta með því að lit andlitshár sín, kvörtuðu yfir krydduðum mat hennar og kölluðu hana Indverjann, með ákveðnum greini.

Tíuþúsund kvartanir hafa síðan borist til sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4, og kostunaraðili þáttanna, Carphone Warehouse, hafa hætt frekari þáttöku. Indverjar eru ævareiðir yfir meðferðinni á Shetty, sem brast í grát undir árásunum. Indverska konsúlatið hefur krafið Breta um skýringar og bæði Tony Blair og Gordon Brown hafa fordæmt kynþáttamisrétti, hvar sem það finnist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×