Erlent

Löggan var fiskifæla

Fjölmargir hringdu í norsku lögregluna í morgun til þess að tilkynna um mann sem lá hreyfingarlaus á ísnum á Bogstad vatni. Ekki var vitað hversu traustur ísinn var, og því var þyrla send á vettvang, ásamt sjúkrabíl og lögreglubíl. Þyrlan sveimaði yfir og lögreglumennirnir fikruðu sig varlega út á ísinn.

Ísinn reyndist ágætlega traustur, þannig að lögreglumennirnir greikkuðu sporið. Þeir komu að manninum rétt í þann mund sem hann reis á fætur og dró vænan fisk upp um gatið sem hann hafði borað í ísinn. Hann kunni björgunarmönnum litlar þakkir fyrir ómakið, sagði þá fæla alla fiska frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×