Tónlist

Lay Low á Grand Rokk

Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir eða Lay Low ásamt hljómsveit mun spila á tónleikum á Grand Rokk núna á laugardaginn 20. janúar. Lay Low og hljómsveit eru einmitt á leiðinni til Cannes á sunnudaginn til að spila á tónlistarhátíðinni Midem sem haldin er þar ár hvert. Í hljómsveitinni með Lay Low eru Magnús Árni Öder Kristinsson, Bassi Ólafsson og Sigurbjörn Már Valdimarsson.

Tónleikarnir á Grand Rokk á laugardaginn eru huxaðir sem upphitun fyrir Cannes enda um ansi stórt og gott tækifæri fyrir Lay Low að ræða þar.

Lay Low er tilnefnd til ferna verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár fyrir frumraun sína "Please Don´t Hate Me" sem náðu hefur gullsölu á Íslandi.

Það er hljómsveitin Royal Fortune sem hitar upp fyrir Lay Low á Grand Rokk á laugardaginn.

Efri hæð Grand Rokk opnar kl. 20:00 á laugardaginn og er miðaverði aldeilis stillt í hóf svo sem flestir geti mætt eða einungis 500 kr. við hurð. Engin forsala verður þannig að fyrstir koma fyrstir fá.

www.myspace.com/baralovisa

http://www.myspace.com/royalfortune






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.