Sport

Muhammad Ali 65 ára í dag

Hnefaleikagoðsögnin Muhammad Ali er 65 ára gamall í dag og af því tilefni verður sérstakur afmælisþáttur til heiðurs kappanum á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 21:50. Ali er almennt álitinn einn besti íþróttamaður sem uppi hefur verið, en hann var auk þess einstaklega litríkur í tilsvörum eins og eftirfarandi tilvitnanir bera með sér.

 

 

- "Ég er sá besti. Ég er sá langbesti. Ég vinn ekki aðeins bardaga mína, heldur segi til um það í hvaða lotu ég ætla að vinna þá."

- "Ég er svo snöggur að í gærkvöldi slökkti ég ljósið á hótelherberginu mínu og var kominn undir sængina áður en dimmdi í herberginu." (áður en hann mætti George Forman árið 1974)

- "Maður sem getur lamið hvern sem er í heiminum fær aldrei frið."

- "Ofurmennið þarf ekki að spenna sætisólarnar."

- "Ég er sá besti - ég hef bara ekki spilað það ennþá." (þegar hann var spurður hvort hann spilaði golf)

- "Svíf eins og fiðrildi, sting eins og býfluga - hendur hans ná ekki því sem augu hans nema ekki." (um bardagaaðferð sína gegn George Foreman 1974)

- "Hnefaleikar eru íþrótt þar sem hvítir menn koma saman og horfa á svarta menn berja hvor á öðrum."

- "Hvað heiti ég, fífl - Hvað heiti ég?" (við Ernie Teller í bardaga þeirra árið 1967 þegar Teller neitaði að kalla hann Muhammad Ali)

- "Ég hef ekkert á móti Víetnömum. Víetnami hefur aldrei kallað mig niggara." (þegar hann var spurður út í afstöðu sína til Víetnamstríðsins)

- "Maður sem sér heiminn með sömu augum um fimmtugt og hann gerði um tvítugt hefur sóað þrjátíu árum ævi sinnar."

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×