Erlent

Mannskæð árás í Sadr-hverfinu í Bagdad

Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi árásarinnar í Kirkuk í morgun.
Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi árásarinnar í Kirkuk í morgun. MYND/AP

Sautján eru sagðir látnir og yfir þrjátíu slasaðir eftir að sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi bíl sinn í loft upp á markaði Sadr-hverfi sjía í Bagdad í dag. Er þetta önnur mannskæða árásin í dag en um tíu manns létust og yfir 40 særðust í sams konar árás við lögreglustöð í Kirkuk í Norður-Írak í morgun.

Árásirnar koma í kjölfar blóðugra árása við háskóla í Bagdad í gær þar sem yfir 70 létust og á annað hundrað manns særðust, þar á meðal fjöldi stúdenta. Ekkert bendir því til þess að lát sé á ofbeldisverkum í landinu en Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því gær að yfir 34 þúsund manns hefðu látist af völdum ofbeldisverka í Írak í fyrra, eða hátt í hundrað manns á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×