Erlent

Abram fær sér nýjan bát

Litli báturinn hans Abramovich er ekki nema 115 metra langur. Alltof lítill og ómerkilegur, eins og sjá má á þessari mynd.
Litli báturinn hans Abramovich er ekki nema 115 metra langur. Alltof lítill og ómerkilegur, eins og sjá má á þessari mynd. MYND/AP

Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich er að láta smíða fyrir sig nýjan bát. Sem er ekki nema von, kænan sem hann á nú er ekki nema 115 metra löng og ekki með nema 40 manna áhöfn. Nú ætlar Abramovich að fá sér alvöru duggu sem verður 168 metra löng og kostar sautján milljarða króna.

Nýja duggan verður með tveimur þyrlupöllum og eigin kafbáti. Allir gluggar verða með skotheldu gleri, enda fullt af öfundsjúku fólki í heiminum. Litli báturinn hans Abramovich heitir Pelorus og að sögn kostar það sjö milljónir króna að fylla hann af eldsneyti.

Nýi báturinn mun heita Eclipse, og það kostar sjálfsagt ennþá meira að fylla tankana á honum. En hvaða máli skiptir það þegar maður á aðra hverja olíulind í Rússlandi, og Chelsea að auki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×