Erlent

Blaðamenn fá kaldar kveðjur frá Pútin

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. MYND/AP

Vladimir Putin sendi blaðamönnum kaldar kveðjur í dag, í tilefni af því að haldið er upp á "Dag fjölmiðla". Þess er minnst að þá hófst útgáfa á fyrsta dagblaði Rússlands, Vedomosti, sem Pétur mikli hleypti af stokkunum.

Níu blaðamenn og ritstjórar hafa verið myrtir í Rússlandi, á þessu ári, og margir fjölmiðlar hafa fundið heitan andardrátt Kremlar aftan á hnakkanum. Opinberar stofnanir hafa yfirtekið marga fjölmiðla, bæði dagblöð, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar.

Vladimir Putin átti í dag fund með Mannréttindaráðinu rússneska, og sagði við það tækifæri að blaðamenn hefðu þörf fyrir leiðbeinandi reglur, til þess að hindra að þeir lentu í ógöngum og og flækist inn í viðskiptalífið.

Ef þeir geri það einblíni þeir á eigin hag en ekki á að miðla upplýsingum. Af þeim sökum minnkar virðingin fyrir fjölmiðlunum. "Það þýðir þó ekki að við eigum ekki að vernda þá blaðamenn sem eru duglegir," sagði forsetinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×