Heyrnleysingjaskólinn - helvíti á jörð 13. janúar 2007 18:51 Skóli heyrnarlausra var helvíti á jörð, segir rúmlega fertugur heyrnarskertur maður sem var ítrekað misnotaður af samnemendum sínum. Maðurinn sem við ræddum við í dag - en vildi ekki koma fram undir nafni barna sinna vegna - var fæddur heyrandi. Hann missti heyrn fjögurra ára gamall eftir heilahimnubólgu. Foreldrar hans bjuggu á landsbyggðinni og fimm ára flytur hann suður í gamla skólann fyrir heyrnarlausa í Stakkholti. Hann var um sex ára gamall þegar honum var nauðgað í fyrsta skipti upp á efstu hæð í herbergi sínu í Stakkholti. Hann segist muna það eins og hefði gerst í gær þegar fimm krakkar drógu hann inn í herbergi, læstu og einn jafnaldri hans, 6 ára gamall, tók sér stöðu fyrir aftan hann og nauðgaði honum. Hinir krakkarnir fylgdust aðgerðarlausir með. "Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Ég brotnaði algjörlega niður." Hann segist hafa verið hræddur alla daga og pissað undir frá því þetta gerðist og fram til tólf ára. Og sagði engum frá. "Ég gat það ekki. Ég treysti engum." Heldur ekki starfsmönnum sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Einn kennarinn hafi haft til siðs að toga hann upp á hárinu þegar hann skildi ekki hvað hann sagði. Honum var nauðgað eða hann beittur kynferðislegu ofbeldi um tíu sinnum frá sex ára aldri og fram til tólf ára af samnemendum sínum. En ekki síður andlegu. Níu ára gamall var hann dreginn af fjórum árum eldri samnemendum sínum, stráki og stelpu inn í herbergi. Þau læstu og neyddu hann til að horfa á samfarir þeirra. Strákurinn hótaði honum því að skera úr honum tunguna segði hann frá. Tólf ára gamall fór hann í skóla fyrir heyrandi og segir að þá fyrst líf hans byrjað. Og þá hætti hann að pissa undir. En það eru ekki nema tvö ár síðan hann gat sagt foreldrum sínum frá því sem hann mátti þola í æsku. Æsku - sem hann segir - að hafi verið rænd frá honum og haft skelfileg áhrif á líf hans. Árum saman misnotaði hann áfengi og þrisvar reyndi hann sjálfsmorð. "Allt var ónýtt". Fréttir Innlent Mest lesið Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Sjá meira
Skóli heyrnarlausra var helvíti á jörð, segir rúmlega fertugur heyrnarskertur maður sem var ítrekað misnotaður af samnemendum sínum. Maðurinn sem við ræddum við í dag - en vildi ekki koma fram undir nafni barna sinna vegna - var fæddur heyrandi. Hann missti heyrn fjögurra ára gamall eftir heilahimnubólgu. Foreldrar hans bjuggu á landsbyggðinni og fimm ára flytur hann suður í gamla skólann fyrir heyrnarlausa í Stakkholti. Hann var um sex ára gamall þegar honum var nauðgað í fyrsta skipti upp á efstu hæð í herbergi sínu í Stakkholti. Hann segist muna það eins og hefði gerst í gær þegar fimm krakkar drógu hann inn í herbergi, læstu og einn jafnaldri hans, 6 ára gamall, tók sér stöðu fyrir aftan hann og nauðgaði honum. Hinir krakkarnir fylgdust aðgerðarlausir með. "Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Ég brotnaði algjörlega niður." Hann segist hafa verið hræddur alla daga og pissað undir frá því þetta gerðist og fram til tólf ára. Og sagði engum frá. "Ég gat það ekki. Ég treysti engum." Heldur ekki starfsmönnum sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Einn kennarinn hafi haft til siðs að toga hann upp á hárinu þegar hann skildi ekki hvað hann sagði. Honum var nauðgað eða hann beittur kynferðislegu ofbeldi um tíu sinnum frá sex ára aldri og fram til tólf ára af samnemendum sínum. En ekki síður andlegu. Níu ára gamall var hann dreginn af fjórum árum eldri samnemendum sínum, stráki og stelpu inn í herbergi. Þau læstu og neyddu hann til að horfa á samfarir þeirra. Strákurinn hótaði honum því að skera úr honum tunguna segði hann frá. Tólf ára gamall fór hann í skóla fyrir heyrandi og segir að þá fyrst líf hans byrjað. Og þá hætti hann að pissa undir. En það eru ekki nema tvö ár síðan hann gat sagt foreldrum sínum frá því sem hann mátti þola í æsku. Æsku - sem hann segir - að hafi verið rænd frá honum og haft skelfileg áhrif á líf hans. Árum saman misnotaði hann áfengi og þrisvar reyndi hann sjálfsmorð. "Allt var ónýtt".
Fréttir Innlent Mest lesið Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent