Innlent

Fimm ár frá því Guantanamo-búðirnar tóku til starfa

Um fjögur hundruð fangar eru enn í Guantanamo.
Um fjögur hundruð fangar eru enn í Guantanamo. MYND/AP

Fimm ár eru liðin frá því að fyrstu fangarnir komu til fangabúða Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Af þessu tilefni efndi Íslandsdeild Amnesty International til útifundar á Lækjartorgi nú síðdegis. Talsverður fjöldi fólks lagði leið sína niður á torg og lét snjókomuna sig engu skipta. Í lok fundarins var hundruðum appelsínugulra blaðra sleppt upp í loftið en hver þeirra táknar fanga í Guantanamo.

Í dag eru þar 400 fangar og hefur enginn þeirra fengið réttað í máli sínu eða farið fyrir dóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×