Erlent

31 láta lífið í flugslysi í Írak

MYND/AP

31 manns létu lífið í flugslysi í Írak í dag. Þar var á ferð flugvél sem tyrkneskir vinnumenn voru í á leið til verkefna í Írak. 35 voru um borð og er einn slasaður og þriggja er saknað. Flugvélin var í eigu fyrirtækis frá Moldavíu. Bandaríski herinn, sem sér um lofthelgi Íraks, vildi ekkert segja um málið að svo stöddu.

Talið er að vélin hafi farist vegna slæmra veðurskilyrða við lendingu en mikil þoka var á svæðinu. Nokkrum klukkustundum eftir að vélin fórst dreifðu einhverjir miðum í borginni Balad, sem er rétt hjá slysstaðnum, og sögðu að hópurinn íslamski herinn hefði skotið vélina niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×