Erlent

Innfluttir þriðjungur Hollendinga 2050

Um það bil þriðjungur hollensku þjóðarinnar verður af erlendu bergi brotinn árið 2050, en í dag er einn af hverjum fimm íbúum innflytjandi eða af innflytjendum kominn. Hollenska hagstofan býst við því að á þessu tímabili fjölgi landsmönnum um 400 þúsund, upp í 16,8 milljónir, mest vegna innflytjenda frá löndum eins og Tyrklandi, Marokkó og Surinam.

Innflutningur og aðlögun nýbúa hefur verið hitamál í Hollandi síðan stjórnmálamaðurinn Pim Fortuyn var myrtur árið 2002, en hann var þeirrar skoðunar að Holland gæti ekki tekið á móti fleiri útlendingum. Það jók líka á spennuna þegar múslimi myrti leikstjórann Theo van Gogh á hrottalegan hátt, vegna kvikmyndar sem hann gerði um menningu múslima.

Í þingkosningum í nóvember vann arftaki og vinur Pims Fortuyns, Geert Wilders níu sæti á hollenska þinginu. Í kosningabaráttu sinni barðists hann gegn frekari "múslimavæðingu" landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×