Dæmd fyrir fíkniefnasmygl í pósti og vörslu fíkniefna 5. janúar 2007 15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot.Fólkið var auk þess sakfellt fyrir vörslu fíkniefna, þar af karlmaðurinn fyrir að hafa í fórum sínum 2,7 kíló af hassi og ríflega þrjú hundruð grömm af amfetamíni. Karlmaðurinn var auk þess sakfelldur fyrir hylmingu með því að geyma þýfi í húsakynnum sínum.Ákæra í málinu var í þremur liðum. Sá fyrsti sneri aðeins að manninum en lögregla fann við húsleit hjá honum í júní 2005 rúm 300 grömm af amfetamíni, rúm 2,7 kíló af hassi auk e-pillna og marijúana. Þá fannst auk þess töluvert af þýfi hjá manninum.Karlinn og konan voru hins vegar bæði ákærð fyrir að hafa reynt að flytja inn rúmt hálft kíló af amfetamíni í þremur umslögum til lands í maí og júní í fyrra og fyrir að reyna að smygla 52,69 grömmum af kókaíni og 25,87 grömmum af hassi frá Spáni sem komið var fyrir í sex umslögum og send hingað til lands í september. Misnotaði konan sér aðstöðu sína sem starfsmaður Íslandspósts en hún átti að fjarlægja bréfin við flokkun á vinnustað sínum.Þriðji ákæruliðurinn sneri einnig að þeim báðum fyrir að hafa haft fíkniefni í vörslu sinni á heimili og í bíl þegar þau voru handtekin þann 19. október. Við ákvörðun refsingar fyrir karlmanninn var litið til þess að hann hafði í fórum sínum samkvæmt fyrsta ákærulið talsvert magn fíkniefna en efnið var þó ekki af miklum styrkleika. Var litið svo á að hann hefði átt frumkvæði að innflutningi fíkniefnanna með pósti og var hann því dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem hann sætti undir rannsókn málsins.Við ákvörðun refsingar fyrir konuna var hins vegar horft til þess að hún hefði skýrt og skilmerkilega sagt frá þætti sínum og mannsins í málinu. Þá yrði við það miðað að maðurinn hefði fengið hana til að taka þátt í innflutningnum. Til refsiþyngingar vó hins vegar að hún nýtti sér aðstöðu sína hjá Íslandspósti við framningu brotanna. Var hún því dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot.Fólkið var auk þess sakfellt fyrir vörslu fíkniefna, þar af karlmaðurinn fyrir að hafa í fórum sínum 2,7 kíló af hassi og ríflega þrjú hundruð grömm af amfetamíni. Karlmaðurinn var auk þess sakfelldur fyrir hylmingu með því að geyma þýfi í húsakynnum sínum.Ákæra í málinu var í þremur liðum. Sá fyrsti sneri aðeins að manninum en lögregla fann við húsleit hjá honum í júní 2005 rúm 300 grömm af amfetamíni, rúm 2,7 kíló af hassi auk e-pillna og marijúana. Þá fannst auk þess töluvert af þýfi hjá manninum.Karlinn og konan voru hins vegar bæði ákærð fyrir að hafa reynt að flytja inn rúmt hálft kíló af amfetamíni í þremur umslögum til lands í maí og júní í fyrra og fyrir að reyna að smygla 52,69 grömmum af kókaíni og 25,87 grömmum af hassi frá Spáni sem komið var fyrir í sex umslögum og send hingað til lands í september. Misnotaði konan sér aðstöðu sína sem starfsmaður Íslandspósts en hún átti að fjarlægja bréfin við flokkun á vinnustað sínum.Þriðji ákæruliðurinn sneri einnig að þeim báðum fyrir að hafa haft fíkniefni í vörslu sinni á heimili og í bíl þegar þau voru handtekin þann 19. október. Við ákvörðun refsingar fyrir karlmanninn var litið til þess að hann hafði í fórum sínum samkvæmt fyrsta ákærulið talsvert magn fíkniefna en efnið var þó ekki af miklum styrkleika. Var litið svo á að hann hefði átt frumkvæði að innflutningi fíkniefnanna með pósti og var hann því dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem hann sætti undir rannsókn málsins.Við ákvörðun refsingar fyrir konuna var hins vegar horft til þess að hún hefði skýrt og skilmerkilega sagt frá þætti sínum og mannsins í málinu. Þá yrði við það miðað að maðurinn hefði fengið hana til að taka þátt í innflutningnum. Til refsiþyngingar vó hins vegar að hún nýtti sér aðstöðu sína hjá Íslandspósti við framningu brotanna. Var hún því dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent