Erlent

SÞ biður Íraka að þyrma lífi hálfbróðurs Saddams

Hér sést fyrrum æðsti dómari hæstaréttar í Írak.
Hér sést fyrrum æðsti dómari hæstaréttar í Írak. MYND/AP

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Lousie Arbour, hefur beðið Íraka um að taka ekki af lífi tvo fyrrum háttsetta starfsmenn Saddams Hússeins en búist er við því að þeir fái að hanga síðar í dag. Mennirnir sem um ræðir eru hálfbróðir Saddams, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar, og fyrrum æðsti dómari hæstaréttar.

Þeir fengu dóm vegna morðanna í Dujail árið 1982 sem er sama mál og Saddam fékk dauðadóm í. Beiðni Arbour er studd af Ban Ki-moon, hinum nýja framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og er sett fram stuttu eftir að Saddam Hússein var tekinn af lífi þrátt fyrir mótmæli alþjóðasamfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×