Erlent

Írakar rannsaka myndbönd af Saddam

Hér sést Saddam Hússein í myndbandinu sem íraska ríkisstjórnin gaf frá sér. Á því heyrist ekkert en í farsímamyndbandinu heyrist að verðirnir hrópuðu móðganir að honum.
Hér sést Saddam Hússein í myndbandinu sem íraska ríkisstjórnin gaf frá sér. Á því heyrist ekkert en í farsímamyndbandinu heyrist að verðirnir hrópuðu móðganir að honum. MYND/AP

Íraska ríkisstjórnin ætlar sér að rannsaka það hvernig verðir komust með myndavélasíma inn í aftökuherbergi Saddams Hússeins. Myndband hefur komist í umferð á netinu af aftöku hans þar sem heyra má verðina hrópa móðganir að Saddam en á myndbandinu sem íraska ríkisstjórnin sendi frá sér var ekkert hljóð.

Þegar er talið að myndabandið sem er með hljóði hafi orðið valdur að fangauppreisn í borginni Mosul í norðurhluta Íraks. Fangarnir voru flestir súnní múslimar, eins og Saddam var sjálfur.

Bandaríski sendiherran í Írak reyndi víst að fá þarlend yfirvöld til þess að fresta aftöku hans fram yfir hina heilögu hátíð múslima, Eid al-Adha, til þess að koma í veg fyrir möguleika á óróa. Forsætisráðherra Íraks var þó svo ákveðinn að Bandaríkjamenn létu Saddam að lokum af hendi og var hann þá tekinn af lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×