Erlent

Bush fjölgar hermönnum í Írak

George W. Bush, Bandaríkjaforseti.
George W. Bush, Bandaríkjaforseti. MYND/AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, ætlar sér að kynna nýja áætlun fyrir Írak á næstu dögum. Helsta stefnubreytingin verður að fjölga bandarískum hermönnum í stað þess að leggja áherslu á að þjálfa íraska hermenn. Fréttavefur BBC skýrði frá þessu í morgun.

Búist er við hörðum viðbrögðum við því að auka herafla Bandaríkjamanna í Írak. Nær 3.000 bandarískir hermenn hafa nú látist í Írak og er þátttaka þeirra í Írak orðin lengri en þátttaka þeirra í seinni heimsstyrjöldinni.

Talið er að meira en 1.000 óbreyttir íraskir borgarar láti lífið í hverjum mánuði í Írak og ljóst þykir því að aðaláherslan verður á aukið öryggi. Tillögur nefndar sem Bush skipaði lögðu samt áherslu á að þjálfa hermenn og því virðist sem Bush ætli ekki að fara eftir ráðleggingum nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×