Gósentíð fyrir íslenska listamenn Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2007 00:01 Bragi Guðlaugsson veggfóðrarameistari hefur safnað íslenskri list í hátt í þrjátíu ár. Meira en tvö hundruð verk þekja veggi heimilis hans. MYND/Anton Velmegun og aukinn áhugi, bæði almennings og sterkra fjárfesta, hefur gefið sölu íslenskrar myndlistar aukinn kraft. Fyrir vikið hefur verð á íslenskum verkum rokið upp á stuttum tíma. Bragi Guðlaugsson veggfóðrarameistari er ábyggilega með virkustu listaverkasöfnurum landsins. Hann keypti sitt fyrsta málverk um miðjan áttunda áratuginn. Síðan hefur hann ekki hætt. Í dag á hann meira en tvö hundruð verk eftir marga af ástsælustu listmálurum Íslands. Þótt Bragi hafi aldrei litið á söfnun sína sem fjárfestingu hefur safn hans margfaldast í virði á fáeinum árum. Má því segja að áhugamálið hafi breyst í prýðisfjárfestingu. „Verð á íslenskri myndlist hefur hækkað verulega að undanförnu. Maður hefur nýtt það á uppboðum, látið góðar millimyndir og fengið eina eða tvær perlur í staðinn eftir aðra. Ég hef til dæmis verið að skipta myndum til að kaupa Kristján Davíðsson og Þorvald Skúlason. Það eru góð skipti.“ Bragi er illfáanlegur til að leggja peningalegt mat á málverkasafn sitt, enda breytist það frá einu tímabili til annars. Hann fæst þó til að meta það á eins og eitt gott einbýlishús. Hvorki þó einbýlishús í Vesturbæ Reykjavíkur eða í litlum bæ á landsbyggðinni. „Eigum við ekki bara að segja einhvers staðar þar á milli, eins og kannski gott einbýlishús í Fossvoginum?“ Sveinn Þórhallsson, einn eigenda Gallery Turpentine, tekur undir orð Braga. Hann segir mikla breytingu hafa orðið á listaverkamarkaðnum á síðastliðnum tveimur árum. „Nú eru góð verk að seljast fyrir himinháar upphæðir sem ekki sáust áður. Verk eftir suma listamenn hafa allt að því tvöfaldast í verði, til dæmis verk eftir Kristján Davíðsson, Húbert Nóa og Georg Guðna. Þau hafa verið að fara á allt að fimm til sex milljónir króna.“ Þá segir hann að verk eftir yngri listamenn eigi einnig meira upp á pallborðið en nokkru sinni fyrr. „Samtímalist er sem betur fer sjóðandi heit í dag.“ Allir veggir einbýlishúss Braga í Háaleitishverfi eru þaktir listaverkum, frá gólfi og upp að lofti. Hann á nokkrar þjóðargersemar sem hann segir sjálfur að ættu best heima á söfnum. „Ég á eina mynd eftir Kjarval sem er úr seríunni Andlit að austan, eina af fáum myndum úr þeirri seríu sem eru ekki í eigu Listasafns Íslands, að ég best veit.“ Þá á hann olíumynd af tröllum eftir Mugg, Tröllagleði, sem mun vera mikill dýrgripur. Bragi hefur sýnt myndir úr safni sínu oftar en einu sinni. Í sumar sýndi hann tólf myndir eftir Kristján Davíðsson í Gallerí Fold og á milli tuttugu og þrjátíu myndir eftir Þorvald Skúlason í fyrrasumar. Auk mynda eftir þá á hann talsvert af myndum eftir Jóhannes Jóhannesson, Guðmundu Andrésdóttur og Karl Kvaran, sem öll eru í miklu uppáhaldi hjá honum. Mörgum þeirra kynntist hann persónulega. Hann keypti til að mynda allar myndirnar beint af þeim Jóhannesi, Karli og Guðmundu. Af yngri listamönnum á hann meðal annars verk eftir Eggert Pétursson, Georg Guðna, Húbert Nóa og Helga Þorgils. Hvað knýr áhugann segir Bragi ekki gott að segja til um. „Kannski er þetta eitthvað úr æskunni, ég átti nú aldrei mikið af leikföngum,“ segir hann og hlær. „En í alvöru talað er það bara fegurðin og krafturinn sem dregur mig að myndunum.“ Héðan og þaðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Velmegun og aukinn áhugi, bæði almennings og sterkra fjárfesta, hefur gefið sölu íslenskrar myndlistar aukinn kraft. Fyrir vikið hefur verð á íslenskum verkum rokið upp á stuttum tíma. Bragi Guðlaugsson veggfóðrarameistari er ábyggilega með virkustu listaverkasöfnurum landsins. Hann keypti sitt fyrsta málverk um miðjan áttunda áratuginn. Síðan hefur hann ekki hætt. Í dag á hann meira en tvö hundruð verk eftir marga af ástsælustu listmálurum Íslands. Þótt Bragi hafi aldrei litið á söfnun sína sem fjárfestingu hefur safn hans margfaldast í virði á fáeinum árum. Má því segja að áhugamálið hafi breyst í prýðisfjárfestingu. „Verð á íslenskri myndlist hefur hækkað verulega að undanförnu. Maður hefur nýtt það á uppboðum, látið góðar millimyndir og fengið eina eða tvær perlur í staðinn eftir aðra. Ég hef til dæmis verið að skipta myndum til að kaupa Kristján Davíðsson og Þorvald Skúlason. Það eru góð skipti.“ Bragi er illfáanlegur til að leggja peningalegt mat á málverkasafn sitt, enda breytist það frá einu tímabili til annars. Hann fæst þó til að meta það á eins og eitt gott einbýlishús. Hvorki þó einbýlishús í Vesturbæ Reykjavíkur eða í litlum bæ á landsbyggðinni. „Eigum við ekki bara að segja einhvers staðar þar á milli, eins og kannski gott einbýlishús í Fossvoginum?“ Sveinn Þórhallsson, einn eigenda Gallery Turpentine, tekur undir orð Braga. Hann segir mikla breytingu hafa orðið á listaverkamarkaðnum á síðastliðnum tveimur árum. „Nú eru góð verk að seljast fyrir himinháar upphæðir sem ekki sáust áður. Verk eftir suma listamenn hafa allt að því tvöfaldast í verði, til dæmis verk eftir Kristján Davíðsson, Húbert Nóa og Georg Guðna. Þau hafa verið að fara á allt að fimm til sex milljónir króna.“ Þá segir hann að verk eftir yngri listamenn eigi einnig meira upp á pallborðið en nokkru sinni fyrr. „Samtímalist er sem betur fer sjóðandi heit í dag.“ Allir veggir einbýlishúss Braga í Háaleitishverfi eru þaktir listaverkum, frá gólfi og upp að lofti. Hann á nokkrar þjóðargersemar sem hann segir sjálfur að ættu best heima á söfnum. „Ég á eina mynd eftir Kjarval sem er úr seríunni Andlit að austan, eina af fáum myndum úr þeirri seríu sem eru ekki í eigu Listasafns Íslands, að ég best veit.“ Þá á hann olíumynd af tröllum eftir Mugg, Tröllagleði, sem mun vera mikill dýrgripur. Bragi hefur sýnt myndir úr safni sínu oftar en einu sinni. Í sumar sýndi hann tólf myndir eftir Kristján Davíðsson í Gallerí Fold og á milli tuttugu og þrjátíu myndir eftir Þorvald Skúlason í fyrrasumar. Auk mynda eftir þá á hann talsvert af myndum eftir Jóhannes Jóhannesson, Guðmundu Andrésdóttur og Karl Kvaran, sem öll eru í miklu uppáhaldi hjá honum. Mörgum þeirra kynntist hann persónulega. Hann keypti til að mynda allar myndirnar beint af þeim Jóhannesi, Karli og Guðmundu. Af yngri listamönnum á hann meðal annars verk eftir Eggert Pétursson, Georg Guðna, Húbert Nóa og Helga Þorgils. Hvað knýr áhugann segir Bragi ekki gott að segja til um. „Kannski er þetta eitthvað úr æskunni, ég átti nú aldrei mikið af leikföngum,“ segir hann og hlær. „En í alvöru talað er það bara fegurðin og krafturinn sem dregur mig að myndunum.“
Héðan og þaðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira