Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Sjónvarpsmaður ársins

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
EDDA ANDRÉSDÓTTIR
Edda Guðrún Andrésdóttir er þaulreynd fjölmiðlakona og á farsælan feril að baki á öllum sviðum fjölmiðla. Hún er blaðamaður og hefur meðal annars starfað á dagblaðinu Vísi, sem ritstjóri Húsa og híbýla, dagskrárgerðarmaður í útvarpi og dagskrárgerðar-og fréttamaður á RUV og Stöð 2. Hún hefur hefur einnig skrifað þrjár bækur og unnið við kvikmyndir. Edda er fréttamaður á Stöð 2.

EGILL HELGASON
Egill er blaðamaður og fékkst aðallega við menningarskrif framan af ferlinum á Helgarpóstinum og Tímanum. Áhugi á pólitík kviknaði síðar og árið 1990 hóf hann störf í sjónvarpi sem fréttamaður. Hann hefur stjórnað Silfri Egils frá árinu 1999, fyrst á Skjá einum, svo á Stöð 2 og nú á RÚV. Egill stjórnar einnig bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV.

JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
Jóhannes hefur unnið við fjölmiðla frá unga aldri. Hann gaf út sitt fyrsta blað 11 ára gamall, Duran Duran blaðið í Garðaskóla í Garðabæ. Síðan hefur hann gefið út framhaldsskólablöð og skrifað fyrir Dagblaðið og Morgunblaðið. Hann hefur unnið að heimildarmyndum og starfaði sem blaðamaður á Víkurfréttum. Jóhannes hefur unnið á Stöð 2 í þrjú ár og ritstýrt fréttaskýringaþættinum Kompási síðastliðin tvö ár.

ÞÓRA ARNÓRSDÓTTIR
Þóra hefur unnið við sjónvarp frá árinu 2002 þegar hún hóf störf sem fréttamaður hjá Sjónvarpinu. Hún vann um tveggja ára skeið hjá NFS og Stöð 2 við innlendar og erlendar fréttir en hefur nú snúið aftur til fréttastofu Sjónvarps. Þóra hefur meðal annars unnið sem umsjónarmaður Íslands í dag, Kastljóssins og spurningaþáttarins Útsvars.

ÞORSTEINN J. VILHJÁLMSSON
Þorsteinn hóf störf við dagskrárgerð hjá Rás 1 árið 1982 og hefur starfað síðan á dagblöðum og við sjónvarp. Hann hefur unnið við dagskrárgerð og fréttastörf á Stöð 2 og Sjónvarpinu. Þorsteinn hefur einnig framleitt heimildarmyndir og skrifað þrjár bækur, þar af tvær ljóðabækur. Hann var tilnefndur til Edduverðlauna árið 2004 fyrir hljóð og mynd í Án titils en meðal annarra þátta sem Þorsteinn hefur unnið við eru Viltu vinna milljón, fótboltaþættirnir HM 4-2-2 og Ísland í dag.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×