Að ganga á vatni 29. ágúst 2007 05:00 Viðskipti eru öðrum þræði list. Þetta var niðurstaða mín þar sem ég stóð úti í miðri laxveiðiánni sem loksins er byrjuð að gefa eftir þurrkasumarið mikla. Ég var kominn í eins konar leiðslu þar sem ég horfði í vatnið og hugsaði til þess hvernig hið ómögulega getur gerst og hvernig sumir eru gjörsamlega ódrepandi. Eins og til dæmis Jón Ólafsson sem er upprisinn og gengur á vatni. Ég man bara eftir einum öðrum sem tókst þetta tvennt. Ég var kominn í þunga þanka yfir séníum sögunnar þegar gædinn minn setti í einn stóran og rétti mér stöngina. Þetta var átta punda lax og ég gleymdi heimspekilegum þönkunum meðan adrenalínið tók völdin og laxinum var landað eftir nokkra glímu. Yfir koníakinu um kvöldið héldu vangavelturnar áfram um eðli viðskipta og hvernig séníin rísa aftur og aftur. Einn úr hópnum benti á að ríkustu menn í Bandaríkjunum hefðu farið oftar en einu sinni á hausinn. Ég gat aftur á móti rifjað upp Guðsgjafaþulu Halldórs Laxness, af því að ég er eini úr hópnum sem er litterer. Aðalpersónan, Íslands Bersi fór fjórum sinnum á hausinn áður en hann stóð. „Fjórum sinnum féll á kné /í fimmta skiptið stóð hann." Þetta leiðir hugann að því að maður á aldrei að afskrifa neinn. Menn eru ekki mældir eftir því hversu oft þeir eru slegnir niður, heldur hversu oft þeir standa upp. Viðskipti eru skapandi heimur. Þar gilda ýmis lögmál, en ótrúlegt rými er innan þeirra fyrir innsæi sem aftur gerir það að verkum að sumir virðast vera séní. Aðrir eru heppnir. Ég þarf sjálfur ekki að kvarta undan eigin árangri á þessum vettvangi. Ég nenni samt lítið að spá í það í hvorum hópnum ég er. Niðurstaðan skiptir öllu máli og ég þarf ekki að skammast mín fyrir árangurinn. Ekki heldur fyrir síðustu vikur, en þar tókst mér listilega að renna mér eina salíbunu með markaðnum eins og fimasti brimbrettakappi. Þannig erum við bara sumir, fljótum ofan á eða göngum á vatninu hvað sem öðru líður. Það er kannski þessu óviðkomandi, en gaman að geta þess að ég var sá langaflahæsti í túrnum. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Viðskipti eru öðrum þræði list. Þetta var niðurstaða mín þar sem ég stóð úti í miðri laxveiðiánni sem loksins er byrjuð að gefa eftir þurrkasumarið mikla. Ég var kominn í eins konar leiðslu þar sem ég horfði í vatnið og hugsaði til þess hvernig hið ómögulega getur gerst og hvernig sumir eru gjörsamlega ódrepandi. Eins og til dæmis Jón Ólafsson sem er upprisinn og gengur á vatni. Ég man bara eftir einum öðrum sem tókst þetta tvennt. Ég var kominn í þunga þanka yfir séníum sögunnar þegar gædinn minn setti í einn stóran og rétti mér stöngina. Þetta var átta punda lax og ég gleymdi heimspekilegum þönkunum meðan adrenalínið tók völdin og laxinum var landað eftir nokkra glímu. Yfir koníakinu um kvöldið héldu vangavelturnar áfram um eðli viðskipta og hvernig séníin rísa aftur og aftur. Einn úr hópnum benti á að ríkustu menn í Bandaríkjunum hefðu farið oftar en einu sinni á hausinn. Ég gat aftur á móti rifjað upp Guðsgjafaþulu Halldórs Laxness, af því að ég er eini úr hópnum sem er litterer. Aðalpersónan, Íslands Bersi fór fjórum sinnum á hausinn áður en hann stóð. „Fjórum sinnum féll á kné /í fimmta skiptið stóð hann." Þetta leiðir hugann að því að maður á aldrei að afskrifa neinn. Menn eru ekki mældir eftir því hversu oft þeir eru slegnir niður, heldur hversu oft þeir standa upp. Viðskipti eru skapandi heimur. Þar gilda ýmis lögmál, en ótrúlegt rými er innan þeirra fyrir innsæi sem aftur gerir það að verkum að sumir virðast vera séní. Aðrir eru heppnir. Ég þarf sjálfur ekki að kvarta undan eigin árangri á þessum vettvangi. Ég nenni samt lítið að spá í það í hvorum hópnum ég er. Niðurstaðan skiptir öllu máli og ég þarf ekki að skammast mín fyrir árangurinn. Ekki heldur fyrir síðustu vikur, en þar tókst mér listilega að renna mér eina salíbunu með markaðnum eins og fimasti brimbrettakappi. Þannig erum við bara sumir, fljótum ofan á eða göngum á vatninu hvað sem öðru líður. Það er kannski þessu óviðkomandi, en gaman að geta þess að ég var sá langaflahæsti í túrnum. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira