Körfubolti

Komin aftur í KR

Hildur Sigurðardóttir verður ekki áfram með Grindavík.
Hildur Sigurðardóttir verður ekki áfram með Grindavík.

Landsliðskonan Hildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að spila með nýliðum KR í Iceland Express-deild kvenna næsta vetur en hún hefur spilað með Grindavík undanfarin tvö tímabil.



Hildur lék 96 leiki með KR á árunum 1999 til 2004 og var valin besti leikmaður deildarinnar tvö síðustu tímabil sín í Vesturbænum. Hildur var með 18,0 stig. 12,1 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali þegar hún var síðast með KR tímabilið 2003-2004.



Hildur er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir KR sem er að byggja upp nýtt lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×