Lést líklega af áverkum eftir bílveltu 4. júlí 2007 04:45 Talið er að milta mannsins hafi skaddast í veltunni og það síðan rofnað um borð í Norrænu. Andlát manns á fimmtugsaldri í ferjunni Norrænu í október í fyrra má að öllum líkindum rekja til umferðarslyss sem hann lenti í áður en hann fór um borð í skipið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem gerð var opinber í gær. Bíllinn valt í Berufirði eftir að maðurinn missti stjórn á honum. Hann var fluttur á heilsugæslustöð og fundu sjúkraliðar ekkert að honum. Krufningarskýrslur benda til þess að milta mannsins hafi skaddast í veltunni og það hafi síðan rofnað síðar um daginn. Því hafi fylgt mikil blæðing sem dró manninn til dauða. Í skýrslunni er úttekt gerð á þeim 28 banaslysum sem urðu í umferðinni í fyrra. Fram kemur að orsakir banaslysa séu oftast vísvitandi brotahegðun og að ölvunar- og hraðakstur hafi verið orsök rúmlega þriðjungs banaslysa á árunum 1998 til 2006. Nefndin telur líklegt að sex þeirra 31 sem lést hefðu lifað af ef þeir hefðu notað bílbelti. Þá kemur fram að bílbeltanotkun í banaslysum var mun minni í fyrra en á árunum 1998 til 2005. Í fyrra var bílbeltanotkunin 47 prósent, en 60 prósent að meðaltali árin á undan. Þá segir að margir ökumenn sem orsökuðu banaslys í fyrra hafi verið með fjölda brota á ökuferli sínum og að um helmingur ökutækja í banaslysum hafi verið í slöku ásigkomulagi. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Andlát manns á fimmtugsaldri í ferjunni Norrænu í október í fyrra má að öllum líkindum rekja til umferðarslyss sem hann lenti í áður en hann fór um borð í skipið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem gerð var opinber í gær. Bíllinn valt í Berufirði eftir að maðurinn missti stjórn á honum. Hann var fluttur á heilsugæslustöð og fundu sjúkraliðar ekkert að honum. Krufningarskýrslur benda til þess að milta mannsins hafi skaddast í veltunni og það hafi síðan rofnað síðar um daginn. Því hafi fylgt mikil blæðing sem dró manninn til dauða. Í skýrslunni er úttekt gerð á þeim 28 banaslysum sem urðu í umferðinni í fyrra. Fram kemur að orsakir banaslysa séu oftast vísvitandi brotahegðun og að ölvunar- og hraðakstur hafi verið orsök rúmlega þriðjungs banaslysa á árunum 1998 til 2006. Nefndin telur líklegt að sex þeirra 31 sem lést hefðu lifað af ef þeir hefðu notað bílbelti. Þá kemur fram að bílbeltanotkun í banaslysum var mun minni í fyrra en á árunum 1998 til 2005. Í fyrra var bílbeltanotkunin 47 prósent, en 60 prósent að meðaltali árin á undan. Þá segir að margir ökumenn sem orsökuðu banaslys í fyrra hafi verið með fjölda brota á ökuferli sínum og að um helmingur ökutækja í banaslysum hafi verið í slöku ásigkomulagi.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira