Viðskipti innlent

Sex milljarðar

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, ber ekki skarðan hlut frá borði við sölu á hlut sínum í Actavis til Novators. Verðmæti hlutar Róberts var 12,3 milljarðar og við lauslegan útreikning á kaupum hans á bréfum í félaginu frá upphafi má áætla að hreinn hagnaður hans, að undanskildum fjármagnskostnaði, sé rétt rúmir sex milljarðar.

Það er langstærsta innlausn forstjóra á hlutabréfum á Íslandi frá upphafi. Áður hafði Bjarni Ármannsson, fráfarandi forstjóri Glitnis, þótt nokkuð góður þegar hann seldi bréf sín í Glitni fyrir rétt rúma sex milljarða. Á meðan sú tala er hagnaður Róberts átti Bjarni eftir að borga bæði lán og fjármagnskostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×