Viðskipti innlent

Endurkoma víkinganna

Ítarleg umfjöllun var um Kaupþing í bresku blöðunum Finanacial Times og Sunday Times um helgina undir yfirskriftinni Nýja víkingainnrásin. Bankinn hefur staðið í eldlínu stórra viðskipta í Bretlandi upp á síðkastið og stefnir nú allt í að bankinn ætli að standa í vegi fyrir því að breski stórmarkaðurinn Tesco ryðji sér leið inn í garðvörugeirann.

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í Bretlandi, er í forgrunni beggja blaða en hann segir að það hafi skilað góðum árangri að styðja við fjárfestingar viðskiptavina bankans, sem hann hafi trú á; sterkefnuðum frumkvöðlum sem hafi ákveðna sýn. Engin smánöfn eru þar á meðal, svo sem Tom Hunter, ríkasti maður Skotlands og fasteignamógúllinn Robert Tchenguiz, bræðurnir í Bakkavör og Jón Ásgeir í Baugi, svo dæmi séu tekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×