Fagra Ísland – dagur þrjú Ögmundur Jónasson skrifar 7. júní 2007 00:01 Þegar Samfylkingin kynnti umhverfis- og virkjanastefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland var sérstaklega til þess tekið að á komandi fimm árum yrði hlé á stóriðjuframkvæmdum í landinu. Á degi tvö í stjórnarsamstarfinu kom svo í ljós að álitamál varðandi Þjórsárver og Norðlingaölduveitu höfðu ekki verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðunum á þann hátt að lyktir fengjust og niðurstaða. Um það báru misvísandi yfirlýsingar frá hendi oddvita ríkisstjórnarflokkanna vitni. Ef um pólitískt hjartans mál hefði verið að ræða má ætla að málið hefði verið til lykta leitt. En þegar á degi tvö í ríkisstjórnarsamstarfinu hafði semsé komið í ljós að Fagra Ísland hafði verið látið sitja á hakanum. Nú er runninn upp þriðji dagurinn þar sem Fagra Ísland kemur upp í hugann. Gengið hefur verið frá orkusölusamningi vegna nýs álvers í Helguvík og ná skuldbindingar orkusala aldarfjórðung fram í tímann. Orkusalarnir eru Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur. Ekki er vitað um neina tilburði af hálfu ríkisstjórnarinnar til að hafa áhrif í þá átt að fá þessum áformum breytt og er það óræk staðfesting á því að stóriðjustefnan er hér á fullri ferð og greinilega enginn pólitískur vilji fyrir öðru. Ákvarðanir sem orkufyrirtækin taka varða landsmenn alla. Þær skipta máli í efnahagslegu tilliti að ógleymdri náttúrunni því virkja þarf til að afla orkunnar. Jafnvel þótt beisluð orka væri fyrir hendi er ljóst að þörfin fyrir orku fer vaxandi – aðrir nýtingarmöguleikar en stóriðja skjóta upp kollinum í vaxandi mæli og er það ótrúleg skammsýni að binda orku landsmanna áratugi fram í tímann í þágu erlendra stóriðjufyrirtækja. Allt þetta lætur hinn glaði Samfylkingarmeirihluti á Alþingi sér í léttu rúmi liggja. Nú er spurningin hvað gerist á degi fjögur. Verður Fagra Íslandi áfram fórnað til að svala löngunum og þrám til að verma sætin í Stjórnarráði Íslands? Ég geri ráð fyrir að þeim sem kusu Samfylkinguna út á Fagra Ísland sé ekki skemmt og vel gæti svo farið að nú færu að stirðna brosin hinna brosmildu.Höfundur er þingflokksformaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin kynnti umhverfis- og virkjanastefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland var sérstaklega til þess tekið að á komandi fimm árum yrði hlé á stóriðjuframkvæmdum í landinu. Á degi tvö í stjórnarsamstarfinu kom svo í ljós að álitamál varðandi Þjórsárver og Norðlingaölduveitu höfðu ekki verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðunum á þann hátt að lyktir fengjust og niðurstaða. Um það báru misvísandi yfirlýsingar frá hendi oddvita ríkisstjórnarflokkanna vitni. Ef um pólitískt hjartans mál hefði verið að ræða má ætla að málið hefði verið til lykta leitt. En þegar á degi tvö í ríkisstjórnarsamstarfinu hafði semsé komið í ljós að Fagra Ísland hafði verið látið sitja á hakanum. Nú er runninn upp þriðji dagurinn þar sem Fagra Ísland kemur upp í hugann. Gengið hefur verið frá orkusölusamningi vegna nýs álvers í Helguvík og ná skuldbindingar orkusala aldarfjórðung fram í tímann. Orkusalarnir eru Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur. Ekki er vitað um neina tilburði af hálfu ríkisstjórnarinnar til að hafa áhrif í þá átt að fá þessum áformum breytt og er það óræk staðfesting á því að stóriðjustefnan er hér á fullri ferð og greinilega enginn pólitískur vilji fyrir öðru. Ákvarðanir sem orkufyrirtækin taka varða landsmenn alla. Þær skipta máli í efnahagslegu tilliti að ógleymdri náttúrunni því virkja þarf til að afla orkunnar. Jafnvel þótt beisluð orka væri fyrir hendi er ljóst að þörfin fyrir orku fer vaxandi – aðrir nýtingarmöguleikar en stóriðja skjóta upp kollinum í vaxandi mæli og er það ótrúleg skammsýni að binda orku landsmanna áratugi fram í tímann í þágu erlendra stóriðjufyrirtækja. Allt þetta lætur hinn glaði Samfylkingarmeirihluti á Alþingi sér í léttu rúmi liggja. Nú er spurningin hvað gerist á degi fjögur. Verður Fagra Íslandi áfram fórnað til að svala löngunum og þrám til að verma sætin í Stjórnarráði Íslands? Ég geri ráð fyrir að þeim sem kusu Samfylkinguna út á Fagra Ísland sé ekki skemmt og vel gæti svo farið að nú færu að stirðna brosin hinna brosmildu.Höfundur er þingflokksformaður VG.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar