Töfraorð og orðaleikfimi 6. júní 2007 06:00 Í umræðu um sjávarútvegsmál er oft á tíðum haldið á lofti ýmsum bábiljum um meinta hagræðingu kvótakerfisins í sjávarútvegi og uppbyggingu fiskistofna. Það er gert reglulega til að réttlæta eyðingu hinna dreifðu byggða og láta landsmenn sætta sig við óréttlætið og sóunina sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Þessu halda á lofti ýmsir sem taldir eru til hinna málsmetandi sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum og fá þeir jafnvel að brynna landsmönnum af visku sinni í hinum ýmsu fréttaskýringaþáttum. Hverjar eru staðreyndir málsins? Verðmæti útfluttra sjávarafurða er um 10% lægra nú en það var fyrir áratug og á þessu tímabili hafa orðið miklar verðhækkanir á sjávarafurðum. Ekki hefur þó allt lækkað, skuldir sjávarútvegsins hafa hækkað margfalt. Ekki er að sjá að skuldaaukningin hafi orðið vegna fjárfestinga í greininni þar sem tekjurnar hafa minnkað. Togaraflotinn hefur elst og eru nú 40% skipanna eldri en þrítug sem er mikil breyting frá því fyrir um áratug þegar einungis 2% skipa fylltu þann virðulega aldur. Upphaflegt markmið kerfisins var að byggja upp þorskstofninn og ef mark má taka á mælingum Hafró er ekki að sjá að það hafi tekist. Nú ráðleggur Hafró að veitt verði þrisvar sinnum minna en gert var fyrir daga kvótakerfisins sem átti að byggja upp þorskstofninn. Það er vitlaust gefið. Það er orðið löngu tímabært að taka núverandi kerfi til rækilegrar endurskoðunar og kemur það mjög á óvart að nýlegur stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks og samstarfsflokks hans taki ekki til þess máls sem veldur óstöðugleika og sóun í sjávarútveginum. Töfraorðinu hagræðingu fylgir galdraorðið hagvöxtur sem lysthafendur sveifla í kringum sig þegar þeir egna fyrir kvótann. Frjálslyndi flokkurinn er hins vegar ekki í neinum innantómum orðaleik, Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram ábyrgar tillögur til breytinga á stjórnun fiskveiða og nú ríður á að stjórnvöld taki þær til málefnalegrar umræðu. Gefum útgerðarmönnum frí frá orðaleikfimi og tölum saman á mannamáli um það sem máli skiptir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um sjávarútvegsmál er oft á tíðum haldið á lofti ýmsum bábiljum um meinta hagræðingu kvótakerfisins í sjávarútvegi og uppbyggingu fiskistofna. Það er gert reglulega til að réttlæta eyðingu hinna dreifðu byggða og láta landsmenn sætta sig við óréttlætið og sóunina sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Þessu halda á lofti ýmsir sem taldir eru til hinna málsmetandi sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum og fá þeir jafnvel að brynna landsmönnum af visku sinni í hinum ýmsu fréttaskýringaþáttum. Hverjar eru staðreyndir málsins? Verðmæti útfluttra sjávarafurða er um 10% lægra nú en það var fyrir áratug og á þessu tímabili hafa orðið miklar verðhækkanir á sjávarafurðum. Ekki hefur þó allt lækkað, skuldir sjávarútvegsins hafa hækkað margfalt. Ekki er að sjá að skuldaaukningin hafi orðið vegna fjárfestinga í greininni þar sem tekjurnar hafa minnkað. Togaraflotinn hefur elst og eru nú 40% skipanna eldri en þrítug sem er mikil breyting frá því fyrir um áratug þegar einungis 2% skipa fylltu þann virðulega aldur. Upphaflegt markmið kerfisins var að byggja upp þorskstofninn og ef mark má taka á mælingum Hafró er ekki að sjá að það hafi tekist. Nú ráðleggur Hafró að veitt verði þrisvar sinnum minna en gert var fyrir daga kvótakerfisins sem átti að byggja upp þorskstofninn. Það er vitlaust gefið. Það er orðið löngu tímabært að taka núverandi kerfi til rækilegrar endurskoðunar og kemur það mjög á óvart að nýlegur stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks og samstarfsflokks hans taki ekki til þess máls sem veldur óstöðugleika og sóun í sjávarútveginum. Töfraorðinu hagræðingu fylgir galdraorðið hagvöxtur sem lysthafendur sveifla í kringum sig þegar þeir egna fyrir kvótann. Frjálslyndi flokkurinn er hins vegar ekki í neinum innantómum orðaleik, Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram ábyrgar tillögur til breytinga á stjórnun fiskveiða og nú ríður á að stjórnvöld taki þær til málefnalegrar umræðu. Gefum útgerðarmönnum frí frá orðaleikfimi og tölum saman á mannamáli um það sem máli skiptir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar