Algjör alþýðuskemmtun 26. maí 2007 08:00 Er lýðræðið eitthvað slappt eða er fjör í partílandi? Fáir kunna þá kúnst betur að gera grín að eigin vanköntum og angist en Íslendingar. Lýðræðið er mörgum ofarlega í huga þessi misserin, ekki síst félögum í leikfélaginu Gilligogg sem á rannsóknarstofu sinni hafa lagst í krufningu á heilbrigði þess og kröfum. Verkið Partíland verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld og slær þá botninn í Listahátíð. Á stóra sviðinu verður hátíðleg 17. júní-stemning, sannkölluð alþýðuskemmtun fyrir Íslendinga. „Við erum að velta fyrir okkur þessu loforði sem þjóðin gaf sér á lýðveldishátíðinni árið 1944 og stöðu lýðræðisins í dag,“ segir Jón Atli Jónasson, leikskáld og höfundur verksins. „Það eru gerðar ólíkar kröfur til okkar nú, til dæmis að við séum í mismunandi hlutverkum. Við sjáum það til að mynda með stofnun Framtíðarlandsins þar sem það rís upp borgaraleg hreyfing á Íslandi í fyrsta sinn í langan tíma. Ég held að margir séu í fyrsta sinn að upplifa sig í hlutverki borgara í þessu annars einstaklingsmiðaða samfélagi, þessi blandaði markaðsbúskapur í okkar samfélagi kallar miklu frekar á að við séum neytendur eða einstaklingar.“ Í Partílandi snýst ekki allt um pólitík og hugmyndafræði heldur einnig um fjörið og gáskann sem óneitanlega fylgir því að vera Íslendingur. Jón Atli segir að þótt töluvert brenni á aðstandendum sýningarinnar sé þarna engin skammarræða á ferð en sýningar hans og leikstjórans Jóns Páls Eyjólfssonar hafa vakið umtal og brigslyrði um of boðandi list. „Okkar ásetningur er að ná til áhorfenda og þótt fólki finnist miserfitt að sitja sýningar sem við gerum, þá get ég lofað því að þetta verður skemmtilegt því það er heilmikið glens og grín í þessari sýningu,“ segir hann sannfærandi. Partíland er þó langt frá því að vera froða en Jón Atli tekur fram að hlutverk listafólks hafi einnig breyst mikið á undanförnum árum. „Við erum að vakna upp við þann draum, eða martröð – það er afstætt – að sérhæfingarþjóðfélagið er búið að setja listafólk í einhver hólf þar sem hlutverk okkar er að framleiða vörur. Öll framsetning á listum og menningu eða tengdri starfsemi er orðin eins og tvöfaldur cappucino með karamellusírópi. Þegar listafólk fjallar um sitt eigið samfélag eru umbúðirnar ekkert alltaf skemmtilegar. Það er ágætt að það komi líka fram – við erum ekki að reyna að selja ykkur cappucino með karamellusírópi og extra froðu.“ sdf Texti verksins vísar víða, í orðræðu landsfeðranna um íslenska tungu og menningu og í tungutak slúðurrita og nútímafjölmiðla sem endurskapa stöðugt sjálfsmynd landsmanna. „Úr þessu verður dálítið skringilegt samhengi sem okkur í leikhúsinu finnst afar áhugavert, við tökum einhverja hugmynd á borð við heilbrigði lýðræðisins inn á þessa rannsóknarstofu sem við viljum meina að leikhúsið eigi einnig að vera,“ segir Jón Atli. Aukinheldur fær leikhópurinn til liðs við sig fleira listafólk sem treður upp með sjálfstæð atriði innan verksins. „Það er líka hluti af tilrauninni að hleypa að fólki sem annars myndi ekki koma fram á stóra sviði Þjóðleikhússins. Við teljum mikilvægt að leikhúsið múri sig ekki inn í fílabeinsturni einhverrar sælkeralistar. Leikhúsið er fyrir alla – það er enn mikið sem á eftir að fjalla um og heilmargt ósagt. Leikhúsið lifir bara og deyr með því fólki sem sest og horfir á – við tökum þetta kannski skrefinu lengra með því að hleypa því upp á svið.“ Meðal annarra þátttakenda í Partílandi eru Björn Thors, Laufey Elíasdóttir, Erlingur Gíslason, Friðgeir Einarsson og Ólöf Arnalds. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Lýðræðið er mörgum ofarlega í huga þessi misserin, ekki síst félögum í leikfélaginu Gilligogg sem á rannsóknarstofu sinni hafa lagst í krufningu á heilbrigði þess og kröfum. Verkið Partíland verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld og slær þá botninn í Listahátíð. Á stóra sviðinu verður hátíðleg 17. júní-stemning, sannkölluð alþýðuskemmtun fyrir Íslendinga. „Við erum að velta fyrir okkur þessu loforði sem þjóðin gaf sér á lýðveldishátíðinni árið 1944 og stöðu lýðræðisins í dag,“ segir Jón Atli Jónasson, leikskáld og höfundur verksins. „Það eru gerðar ólíkar kröfur til okkar nú, til dæmis að við séum í mismunandi hlutverkum. Við sjáum það til að mynda með stofnun Framtíðarlandsins þar sem það rís upp borgaraleg hreyfing á Íslandi í fyrsta sinn í langan tíma. Ég held að margir séu í fyrsta sinn að upplifa sig í hlutverki borgara í þessu annars einstaklingsmiðaða samfélagi, þessi blandaði markaðsbúskapur í okkar samfélagi kallar miklu frekar á að við séum neytendur eða einstaklingar.“ Í Partílandi snýst ekki allt um pólitík og hugmyndafræði heldur einnig um fjörið og gáskann sem óneitanlega fylgir því að vera Íslendingur. Jón Atli segir að þótt töluvert brenni á aðstandendum sýningarinnar sé þarna engin skammarræða á ferð en sýningar hans og leikstjórans Jóns Páls Eyjólfssonar hafa vakið umtal og brigslyrði um of boðandi list. „Okkar ásetningur er að ná til áhorfenda og þótt fólki finnist miserfitt að sitja sýningar sem við gerum, þá get ég lofað því að þetta verður skemmtilegt því það er heilmikið glens og grín í þessari sýningu,“ segir hann sannfærandi. Partíland er þó langt frá því að vera froða en Jón Atli tekur fram að hlutverk listafólks hafi einnig breyst mikið á undanförnum árum. „Við erum að vakna upp við þann draum, eða martröð – það er afstætt – að sérhæfingarþjóðfélagið er búið að setja listafólk í einhver hólf þar sem hlutverk okkar er að framleiða vörur. Öll framsetning á listum og menningu eða tengdri starfsemi er orðin eins og tvöfaldur cappucino með karamellusírópi. Þegar listafólk fjallar um sitt eigið samfélag eru umbúðirnar ekkert alltaf skemmtilegar. Það er ágætt að það komi líka fram – við erum ekki að reyna að selja ykkur cappucino með karamellusírópi og extra froðu.“ sdf Texti verksins vísar víða, í orðræðu landsfeðranna um íslenska tungu og menningu og í tungutak slúðurrita og nútímafjölmiðla sem endurskapa stöðugt sjálfsmynd landsmanna. „Úr þessu verður dálítið skringilegt samhengi sem okkur í leikhúsinu finnst afar áhugavert, við tökum einhverja hugmynd á borð við heilbrigði lýðræðisins inn á þessa rannsóknarstofu sem við viljum meina að leikhúsið eigi einnig að vera,“ segir Jón Atli. Aukinheldur fær leikhópurinn til liðs við sig fleira listafólk sem treður upp með sjálfstæð atriði innan verksins. „Það er líka hluti af tilrauninni að hleypa að fólki sem annars myndi ekki koma fram á stóra sviði Þjóðleikhússins. Við teljum mikilvægt að leikhúsið múri sig ekki inn í fílabeinsturni einhverrar sælkeralistar. Leikhúsið er fyrir alla – það er enn mikið sem á eftir að fjalla um og heilmargt ósagt. Leikhúsið lifir bara og deyr með því fólki sem sest og horfir á – við tökum þetta kannski skrefinu lengra með því að hleypa því upp á svið.“ Meðal annarra þátttakenda í Partílandi eru Björn Thors, Laufey Elíasdóttir, Erlingur Gíslason, Friðgeir Einarsson og Ólöf Arnalds.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira