Pálína farin í Keflavík 26. maí 2007 11:00 Pálína Gunnlaugsdóttir hefur verið ein af lykilmönnunum á bak við sigurgöngu Haukanna. Hér er hún í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík í vetur. MYND/Vilhelm „Þetta er mjög stór ákvörðun og auðvitað er mjög erfitt að fara frá Haukum. Ég er alls ekki búin að afskrifa Hauka en mér langaði til að breyta til,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, 20 ára bakvörður og varafyrirliði Íslands- og bikarmeistara Hauka. Pálína hefur verið kosin besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna undanfarin þrjú tímabil og var með 9,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Pálína hefur ákveðið að skipta yfir til Keflavíkur og er búin að semja til eins árs. Íslands- og bikarmeistarar Hauka hafa þar með misst báða fyrirliða sína því Helena Sverrisdóttir er á leiðinni í nám í Bandaríkjunum. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, var himinlifandi yfir komu Pálínu. „Að mínu mati var Pálína hjartað í Haukaliðinu þótt að Helena hafi klárlega verið besti leikmaðurinn. Þú býrð það ekki til því þetta er bara meðfæddur hæfileiki. Hún er frábær í körfu og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur að vera búin að fá hana,” sagði Jón Halldór í gær. Pálína segir Hauka hafa vitað af því að hún hafi verið að tala við Keflavík. „Keflavíkingar töluðu við mig og boðuðu mig á fund og mér leist mjög vel á þetta hjá þeim,” segir Pálína sem er ekki búin að ákveða hvort hún flytji til Keflavíkur eða keyri brautina á næsta vetri. Markmiðin fyrir næsta tímabil eru hinsvegar klár. „Ég ætla að vinna aftur fimmfalt,” segir Pálína ákveðin en hún vann einmitt alla fimm titlana í boði með Haukum síðasta vetur og hefur alls unnið tuttugu Íslands- og bikarmeistaratitla í öllum flokkum með Haukum síðustu sex ár. Pálína segir ekkert erfitt að fara að spila við hliðina á stelpum sem hún hefur barist svo hart við undanfarna vetur. „Ég á góðar vinkonur í Keflavík þrátt fyrir að þær hafi verið erkifjendurnir inn á vellinum síðustu árin. Ég hef kynnst þeim vel með landsliðinu og er mjög spennt með að spila með þeim,“ segir Pálína. „Við missum Maríu Ben og það þurfti að finna sterkan póst í staðin. Við lentum í meiðslum og vandræðum síðasta vetur og Pálína hefði hjálpað okkur mikið þá. Hún var ekki þá en nú erum við búin að stækka hópinn og styrkja hann töluvert. Þetta var vonandi skrefið sem þurfti að taka til þess að gera Keflavík aftur að stórveldi í kvennakörfunni,“ sagði Jón Halldór. Dominos-deild kvenna Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
„Þetta er mjög stór ákvörðun og auðvitað er mjög erfitt að fara frá Haukum. Ég er alls ekki búin að afskrifa Hauka en mér langaði til að breyta til,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, 20 ára bakvörður og varafyrirliði Íslands- og bikarmeistara Hauka. Pálína hefur verið kosin besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna undanfarin þrjú tímabil og var með 9,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Pálína hefur ákveðið að skipta yfir til Keflavíkur og er búin að semja til eins árs. Íslands- og bikarmeistarar Hauka hafa þar með misst báða fyrirliða sína því Helena Sverrisdóttir er á leiðinni í nám í Bandaríkjunum. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, var himinlifandi yfir komu Pálínu. „Að mínu mati var Pálína hjartað í Haukaliðinu þótt að Helena hafi klárlega verið besti leikmaðurinn. Þú býrð það ekki til því þetta er bara meðfæddur hæfileiki. Hún er frábær í körfu og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur að vera búin að fá hana,” sagði Jón Halldór í gær. Pálína segir Hauka hafa vitað af því að hún hafi verið að tala við Keflavík. „Keflavíkingar töluðu við mig og boðuðu mig á fund og mér leist mjög vel á þetta hjá þeim,” segir Pálína sem er ekki búin að ákveða hvort hún flytji til Keflavíkur eða keyri brautina á næsta vetri. Markmiðin fyrir næsta tímabil eru hinsvegar klár. „Ég ætla að vinna aftur fimmfalt,” segir Pálína ákveðin en hún vann einmitt alla fimm titlana í boði með Haukum síðasta vetur og hefur alls unnið tuttugu Íslands- og bikarmeistaratitla í öllum flokkum með Haukum síðustu sex ár. Pálína segir ekkert erfitt að fara að spila við hliðina á stelpum sem hún hefur barist svo hart við undanfarna vetur. „Ég á góðar vinkonur í Keflavík þrátt fyrir að þær hafi verið erkifjendurnir inn á vellinum síðustu árin. Ég hef kynnst þeim vel með landsliðinu og er mjög spennt með að spila með þeim,“ segir Pálína. „Við missum Maríu Ben og það þurfti að finna sterkan póst í staðin. Við lentum í meiðslum og vandræðum síðasta vetur og Pálína hefði hjálpað okkur mikið þá. Hún var ekki þá en nú erum við búin að stækka hópinn og styrkja hann töluvert. Þetta var vonandi skrefið sem þurfti að taka til þess að gera Keflavík aftur að stórveldi í kvennakörfunni,“ sagði Jón Halldór.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli